Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2012 09:14

Lið Snæfellsnes í 4. flokki keppti á Gothia Cup í Svíþjóð

Dagana 16-20. júlí sl. lék lið Snæfellsness í 4. flokki drengja í knattspyrna Gothia cup. Mótið er haldið í borginni Gautaborg í Svíþjóð og taka þátt í því 204 lið frá 26 þjóðlöndum. Strákarnir léku alls sjö leiki á mótinu. Fyrstu þrír leikirnir voru í riðlakeppni þar sem strákarnir léku gegn liðum frá Svíþjóð og Noregi. Allir leikirnir töpuðust naumlega. Þrátt fyrir að hafa hafnað í síðasta sæti riðilsins beið strákana sæti í 64-liða B-úrslitum keppninnar. Þar voru liðsmenn 4. flokks á skotskónum, unnu þrjá leiki og komust því alla leið í átta liða úrslit. Strákarnir mættu liði Hittarps IK Röd frá Svíþjóð í átta liða úrslitunum og töpuðu í vítaspyrnukeppni, 4-3. Að  sögn aðstandenda liðsins þá heppnaðist ferðin vel og skemmtu drengirnir sér konunglega.

Að endingu vildu aðstandendur 4. floksks Snæfellsnes þakka öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum á Snæfellsnesi sem styrktu ferðalagið. Hafi ferðin ekki getað orðið að veruleika án þessa stuðnings.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is