Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2012 02:18

Flosi Ólafsson sigurvegari í tölti ungmenna á NM

Hér á landi er talið að séu um 75 þúsund hross og hefur sú tala haldist svipuð síðari árin. En íslenska hestinum fer ört fjölgandi víða á erlendri grundu. Þannig er talið að í Þýskalandi séu nú 65 þúsund íslensk ættuð hross og nálgast þau að verða jafn mörg og hér á landi. Í Svíþjóð einni eru þau um 30 þúsund og 28 þúsund í Danmörku. Íslenska hestinn má finna miklu víðar, svo sem í Noregi, Hollandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Austurríki, Ítalíu, Finnlandi og víðar. Gæði og hæfileikar íslensku hrossanna á erlendri grundu fara sífellt vaxandi enda eru keypt héðan frá upprunalandinu mörg af bestu kynbótahrossunum, oft fyrir dágóðar upphæðir. Af þessum sökum er ekki lengur sjálfgefið að Íslendingar nái á verðlaunapalla þegar stórmót eru haldin ytra. Það sannaðist nú um helgina þegar Norðurlandamótið í hestaíþróttum var haldið í Eskilstuna í Svíþjóð. Þar þóttu Skandinavar bera af í t.d. skeiðgreinum, bæði í reiðmennsku og ræktun. Heiðri íslenska liðsins, ef svo má segja, hélt Agnar Snorri Stefánsson uppi, en hann rekur hestabúgarð í Danmörku ásamt sambýliskonu sinni Anne Stine Haugen. Agnar Snorri keppti fyrir Ísland á mótinu og vann þrjá sigra á hestinum Feng frá Staagerup.  

Urðu þeir Norðurlandameistarar í fimmgangi, slaktaumatölti og samanlögðum fimmgangsgreinum. Þau hjónaleysin lánuðu samtals sex hesta í íslenska liðið, þar á meðal Kveik frá Lian, sem Flosi Ólafsson frá Breiðabólsstað í Borgarfirði reið á toppinn í tölti ungmenna.

 

Kveikur er keppnishestur og þjálfaður til margra ára af Önnu Stine. Flosi gerði góða hluti á mótinu. Í töltinu urðu þeir Kveikur hæstir með 7,78 í einkunn og uppskáru einnig silfur í fjórgangi og brons í samanlögðum fjórgangsgreinum. Var Flosi því að koma mjög vel út af keppendum á þessu gríðarsterka móti.

 

Íslenska landsliðinu vegnaði að öðru leyti fremur illa á mótinu. Reynir Örn Pálmason endaði þó í öðru sæti í slaktaumatölti á Tór frá Auðsholtshjáleigu og Guðlaug Marín Guðnadóttir varð önnur í 250 metra skeiði á Toppi frá Skarði. Loks varð knapinn Eyjólfur Þorsteinsson, ættaður frá Þingnesi í Borgarfirði, og Losti frá Strandarhjáleigu fjórðu í tölti fullorðinna. Liðsstjóri íslenska hópsins var Hafliði Halldórsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is