Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2012 09:39

Eitt tilboð í viðgerð á gamla vitanum á Akranesi

Aðeins eitt tilboð barst í viðgerð á gamla vitanum á Suðurflös á Akranesi en tilboðfrestur rann út í lok síðasta mánaðar. Tilboðið var frá Trésmiðjunni Akri að fjárhæð kr. 9.338.192 og er heldur hærra en kostnaðaráætlun verkfræðistofunnar Mannvits sem var 8.182.400 kr. Framkvæmdaráð Akraneskaupstaðar ákvað á síðasta fundi sínum að gengið yrði til samninga við Akur, en gerir ráð fyrir að fjármögnun verkefnisins komi frá Bræðrapartssjóði. Í bókun frá fundinum segir að heildarkostnaður við verkefnið sé áætlaður um 12 milljónir króna. Lokað útboð fór fram í viðgerðarverkefnið á gamla vitanum en auk Akurs var boðin þátttaka í því: Trésmiðjunni Bakka ehf, Val H. Gíslasyni og Haraldi Friðrikssyni / Rúdolf B. Jósefssyni slf.

 

 

 

 

Gamli vitinn á Suðurflös er með elstu vitum landsins, byggður 1918. Undirstöður hans eru úr stuðlabergi en vitahúsið sjálft hefur látið á sjá vegna ágangs sjávar og eru steypuskemmdir orðnar talsverðar á því. Einnig hafa skemmdarvargar ekki látið vitann í friði, svo sem með því að brjóta ítrekað rúður í gluggum. Síðast var framkvæmd mikil viðgerð á gamla vitanum fyrir rúmum 20 árum og voru það kiwanismenn á Akranesi sem beittu sér fyrir því.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is