08. ágúst. 2012 12:00
Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið keppni eftir að hafa tapað fyrir Ungverjum í undanúrslitakeppninni með 33 mörkum gegn 34. Leikurinn var fremur spennandi, en oftast voru það þó Ungverjar sem leiddu hann. Í hálfleik var staðan 16:12 Ungverjum í vil. Íslendingar áttu góða spretti í síðari hálfleik og þurfti í tvígang að framlengja leikinn þar sem jafnt var með liðunum eftir venjulegan leiktíma og fyrri framlenginguna. Maður leiksins var markmaður Ungverja sem átti stórleik. Fram að þessum leik höfðu Íslendingar unnið alla sína leiki á mótinu og voru efstir í A riðli, lögðu meðal annars Svía og Frakka. Ástæða er til að óska liðinu til hamingju með frábæra frammistöðu.