Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2012 06:28

Umhverfisstofnun með ýmsar framkvæmdir á friðlýstum svæðum

Í sumar hefur Umhverfisstofnun verið með framkvæmdir á nokkrum friðlýstum svæðum á Vesturlandi, svo sem í Kolbeinsstaðahrepppi, við Grunnafjörð í Hvalfjarðarsveit, í Skorradal, og í nágrenni Grábrókar í Norðurárdal.

Við Eldborg í Kolbeinsstaðahreppi hafa sjálfboðaliðar frá UST ásamt landverði svæðisins unnið við lagfæringar á göngustíg sem liggur að Eldborg og Litlu Eldborg. Einnig var leiðum sem myndast höfðu í sumar lokað og bætt við merkingar á svæðinu. Á friðlýsta svæðinu í Vatnshornsskógi í Skorradal voru sett upp þrjú upplýsinga- og fræðsluskilti um friðlýsta svæðið, umgengnisreglur og um líffræðilega fjölbreytni.

Grábrókargígar í Norðurárdal voru á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem voru talin í hættu að tapa verndargildi sínu og þyrfti því að grípa til aðgerða til að sporna gegn þeirri þróun. Mikill straumur ferðamanna hefur verið um Grábrók í sumar. Sjálfboðaliðar UST hafa ásamt landverði unnið að viðhaldi göngupalla og sett niður staura og kaðla til að afmarka gönguleiðir. Mosaskemmdir hafa einnig verið lagfærðar eins og hægt er og veggur settur upp til að varna sandskriðum. Gönguleiðin frá Grábrók að Bifröst var einnig merkt. Í Hvalfirði hefur UST unnið að því í sumar að lagfæra aðgengi fólks upp Skeiðhól sem Steðji situr á, en Steðji er friðlýst náttúruvæði. Gerður var göngustígur upp Skeiðhól að Steðja svo fólk geti notið útsýnis yfir Hvalfjörðinn.

 

Til stendur hjá Umhverfisstofnun að setja upp í sumar upplýsinga- og fræðsluskilti beggja megin við Grunnafjörð í Hvalfjarðarsveit en þar má finna fjölbreytt fuglalíf. Einnig segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar: „Gaman er að segja frá því að landvörður Umhverfisstofnunar hefur séð þó nokkuð af uglum á ferðum sínum um friðlýst svæði á Vesturlandi í sumar. Einnig má nefna að berjaspretta virðist vera með besta móti og hefur landvörður einnig fundið mikið af sveppum t.a.m. kóngasveppi við Eldborgina,“ segir m.a. í tilkynningu frá Umhverfisstofnun sem vill jafnframt brýna fyrir fólki að ganga vel um landið og henda ekki rusli nema í þar til gerð ílát.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is