Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2012 12:32

Útlit fyrir að bændur fái 3-7 prósenta hækkun fyrir dilkakjöt i haust

Sláturleyfishafarnir Norðlenska og SS hafa gefið út ákvörðun um verðlagningu sauðfjárafurða fyrir komandi sláturtíð. Hjá Norðlenska hækkar verð um 6,3% á dilkakjöti en verð fyrir kjöt af fullorðnu fé breytist ekkert frá fyrra ári. Álagsgreiðslur verða með sama hætti og áður. Í tilkynningu frá Norðlenska segir að félagið áskilji sér rétt til að endurskoða verðskrána ef tilefni gefst. Sláturfélag Suðurlands hækkar grunnverðskrá sína um 3% frá fyrra ári og bætir sláturviku við í nóvember með 10% álagi. SS hækkar ekki greiðslur fyrir kjöt af fullorðnu fé. Í útskýringum SS á verðskránni segir að nú gæti sölutregðu á erlendum mörkuðum og aðstæður á innanlandsmarkaði leyfi ekki mikla verðhækkun. Til lengri tíma litið segir SS þó vaxandi eftirspurn eftir kjöti á erlendum mörkuðum og gefi gæði íslenska lambakjötsins ástæðu til bjartsýni um söluhorfur þrátt fyrir tímabundna verðlækkun undanfarin misseri og sölutregðu.

 

 

 

Aðrir sláturleyfishafar hafa ekki birt verð fyrir komandi sláturtíð. Á heimasíðu Kaupfélags Skagfirðinga segir þó orðrétt: „Stefna Kjötafurðastöðvar KS er að vera með samkeppnishæf verð til bænda á hverjum tíma.“ Af því leiðir að búast má við að KS hækki verð um a.m.k. 3-7%. Þá kemur fram á heimasíðu KS að álagsgreiðslur fyrir dilkakjöt í viku 38, þ.e. eftir miðjan september þegar sláturtíð fer á fullt, lækki úr 8% í 6%. Sláturhús KVH á Hvammstanga hefur auglýst álagsgreiðslur og verða þær á bilinu 4-10% í vikum 36 til 39. SAH afurðir á Blönduósi hafa jafnframt gefið það út að álagsgreiðslur verði sambærilegar og í fyrra.

 

Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá fóru sauðfjárbændur fram á 9% hækkun afurðaverðs frá fyrra ári í svokallaðri viðmiðunarverðskrá sem þeir hafa gefið út á hverju hausti. Fara þeir fram á 550 krónur fyrir kíló af meðaltals dilkakjöti, en í fyrra var meðalverðið 502 kr/kg. Fóru þeir ekki fram á hækkun á kjöti af fullorðnu fé.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is