Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2012 06:22

Auglýst eftir áhugaleikurum í Hollywood kvikmynd

Aðstandendur kvikmyndarinnar The secret life of Walter Mitty í leikstjórn leikarans góðkunna Ben Stiller auglýsa nú eftir áhugaleikurum til að leika í myndinni. Sjálfur fer Stiller með aðalhlutverk í myndinni auk þess sem hann er einn framleiðanda hennar. Kvikmyndafyrirtækið Fox er bakhjarl myndarinnar. Myndin verður tekin upp víðsvegar um landið m.a. í Stykkishólmi og í Borgarnesi en tökur fara fram í haust. Mögulegir leikarar þurfa að uppfylla nokkur skilyrði. Í fyrsta lagi er auglýst eftir leikurum sem vanir eru sjósundi og þríþraut. Í öðru lagi er auglýst eftir karlleikurum á aldrinum 35-80 ára af asísku bergi brotnu. Þá er einnig auglýst eftir körlum, konum og börnum frá Mið-Austurlöndum. Ekki eru gerðar kröfur um leikreynslu. Það er fyrirtækið Eskimo casting í Reykjavík sem sér um val á leikurum vegna myndarinnar. Nú er spurning hvort að einhverjir Vestlendingar uppfylli kröfur þessar og sækist eftir því að leggja Ben Stiller og félögum lið. Pláss á hvíta tjaldinu stendur til boða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is