Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2012 08:01

Tunglfiskar komu í makríltroll

Hamar SH 224, sem var á makrílveiðum um 60- 70 sjómílur vestur af Snæfellsnesi fyrir skömmu, fékk tvo tunglfiska í flottrollið. Vógu fiskarnir samtals 570 kg en þar af var sá stærri 400 kíló. Tunglfiskur er þyngsti beinfiskur jarðar og getur orðið yfir tvö tonn að þyngd og rúmir þrír metrar að lengd. Meðalþyngd fiskanna er um eitt tonn og meðallengd tæpir tveir metrar. Nærast þeir einkum á marglyttu, smokkfiski, krabbadýrum og minni fiskum. Munnurinn á þeim líkist goggi og gerir þeim kleift að brjóta harða skel krabbadýra. Tunglfiska er aðallega að finna í hlýjum sjó og því ekki algengt að þeir veiðist við Íslandsstrendur þó það komi fyrir.

Fiskana keypti Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari og veitingamaður á Þremur Frökkum í Reykjavík.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is