Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2012 03:07

Vínbúðin í Ólafsvík flutt um set

ÁTVR opnaði nýja verslun í dag við Ólafsbraut í Ólafsvík, en síðustu 25 ár var vínbúðin rekin í Mýrarholti. Var opnun hennar á sínum tíma jafnframt fyrsta samstarfsverslun á landinu þar sem afgreitt var við borð, en í Mýrarholti var jöfnum höndum hægt að kaupa barnaföt og brennivín ef svo bar undir.  Nýja vínbúðin við Ólafsbraut er um 100 fermetrar að stærð í björtu húsnæði og er sjálfsafgreiðsluverslun. Í framtíðinni er gert ráð fyrir aðgengi fatlaðra í verslunina.

Húsnæðið við Ólafsbraut var í eigu verslunarinnar Hrundar, sem minnkaði verslun sína sem þessu rými nemur. Elsa Bergmundsdóttir verslunarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að það verði sama vöruúrval og var í gömlu vínbúðinni en aðbúnaður mikið betri og fleiri bílastæði. Elsa segir enn fremur að iðnaðarmenn úr Snæfellsbæ hafi að mestu séð um breytingar á húsnæðinu. Tveir starfsmenn vinna í vínbúðinni að staðaldri auk þess sem hægt verður að kalla inn viðbótar starfskraft á álagstímum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is