Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2012 09:01

Ljósmyndasýningin Kæra Ísland opnuð í Borgarnesi

Í Gallerí Gersemi í Borgarnesi var sl. föstudag opnuð ljósmyndasýningin Kæra Ísland! eftir Harald Þór Stefánsson ljósmyndara. Á sýningunni eru valdar landslagsmyndir úr safni Haraldar Þórs.  Í ljósmyndum sínum leggur hann áherslu á að sýna einfaldleikann og tærleikann, en þó þannig að alltaf séu smáatriði í hverri mynd sem heilla áhorfandann.  „Við búum í hröðu og krefjandi samfélagi þar sem stöðugrar athygli og árvekni er krafist og því hef ég ávallt leitast við að taka myndir sem eru andstæður þess,“ segir Haraldur Þór. Lengst af tók hann myndir sínar í lit, en á sýningunni í Borgarnesi getur að líta svart/hvítar myndir.  Að sögn ljósmyndarans ákvað hann nýlega að snúa aftur til upprunans, til svart/hvítrar ljósmyndunar, og sýna landið með öðru sniði. Hann hefur um árabil rekið fyrirtækið M6 Images sem sérhæfir sig í sölu ljósmynda á netinu undir vefsíðunni www.global-photos.com og hafa myndir hans birst í bókum, tímaritum og öðru kynningarefni um allan heim. 

Fleiri myndir Haraldar Þórs má sjá á vefsíðunni www.halli.is

Sýningin Kæra Ísland er önnur einkasýning Haraldar Þórs og verður hún opin til 6. september. Gallerí Gersemi er opið virka daga kl. 13-18 og kl. 11-14 um helgar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is