Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2012 09:38

ÍA í fjórða sætið eftir sigur í Keflavík

Skagamenn gerðu góða ferð í Reykjanesbæ í gær þegar þeir lögðu Keflvíkinga 3:2 í Pepsídeildinni. Með sigrinum skaust ÍA upp í fjórða sæti deildarinnar og er nú aðeins þremur stigum á eftir KR og tveimur stigum minna en ÍBV, en Eyjamenn eiga leik til góða gegn FH-ingum sem eru með fimm stiga forysti í deildinni. Skagamenn virðast því eiga góða möguleika á sæti í Evrópukeppnum haldi þeir sér á sigurbraut áfram.  ÍA var miklu betra liðið fyrsta hálftímann í leiknum í Keflavík. Skagamenn náðu forystu strax á 5. mínútu þegar gamla brýnið Dean Martin skoraði eftir að Arnar Már hafði prjónað sig upp kantinn eftir gott samspil við Andra Adolpsson. ÍA bætti síðan við öðru markinu á 23. mínútu. Eftir hornspyrnu barst boltinn út í teiginn til Einars Loga Einarssonar sem skoraði með hnitmiðuðu skoti.

Skagamenn voru nálægt því að skora þriðja markið í fyrri hálfleiknum, en þess í stað tókst Keflvíkingum að minnka muninn á 38. mínútu. Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði þá eftir góða samvinnu við félaga sinn Guðmund Steinarsson.

Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleiknum. ÍA tókst að bæta við forystuna á 61. mínútu. Haraldur Guðmundsson miðvörður Keflvíkinga braut þá á Garðari Gunnlaugssyni í teignum og Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni sem dæmd var á brotið. Fátt gerðist síðan fram á lokamínúturnar þar til Keflvíkingum tókst að nýju að minnka muninn í viðbótartíma. Aftur var það Jóhann Birnir sem skoraði eftir sendingu frá Guðmundi Steinarssyni. Þetta urðu lokatölur leiksins, 3:2 fyrir ÍA, eða sömu úrslit og í leik liðanna á Akranesvelli fyrr í sumar.

 

Skagaliðið lék vel í gær og er nú allt annar bragur á liðinu en fyrr í sumar. Meira að segja leikur það mun meira yfirvegað er það gerði í sigurlotunni í upphafi móts. Jóhannes Karl, Ármann Smári Björnsson. Einar Logi Einarsson, Andri Adolpsson og Guðjón Heiðar voru bestu menn liðsins að þessu sinni.

 

Næsti leikur ÍA í Pepsídeildinni verður ekki fyrr en fimmtudagskvöldið 23. ágúst þegar Stjarnan kemur í heimsókn á Akranes.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is