Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2012 11:22

Golfklúbbar á Vesturlandi kepptu í Sveitakeppni GSÍ um síðustu helgi

Sveitakeppni Golfsambands Íslands fór fram um síðustu helgi víðsvegar um landið. Mikil rigning hamlaði leik víða og varð að fresta keppni og breyta rástímum á nokkrum stöðum. Tókst þó að ljúka keppni á öllum stöðum á sunnudaginn eins og til stóð. Í sveitakeppni GSÍ keppa sveitir frá golfklúbbum landsins sín í milli í holukeppni og leika sveitir í deildum eftir styrkleika. Keppt er bæði í karlaflokki og kvennaflokki og eru að jafnaði átta sveitir í hverri deild. Í neðstu deildum karla og kvenna er loks leikinn höggleikur án forgjafar. Eftir hverja keppni færast tvö efstu lið upp um deild og tvö neðstu lið niður um deild.

 

 

Golfklúbburinn Leynir á Akranesi sendi sveitir til leiks í karla- og kvennaflokki. Karlasveitin lék í 1. deild karla sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru skammt frá Keflavík. Skagamenn höfnuðu í sjöunda sæti og féllu þar með í 2. deild. Kvennasveitin lék í 2. deild sem fram fór á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði en þar var leikin höggleikur. Leyniskonur höfnuðu í þriðja sæti á samtals 675 höggum og náðu því ekki að tryggja sér farseðil í 1. deild að ári.

 

Grundfirðingar í Golfklúbbnum Vestarr sendu einnig tvær sveitir til leiks. Kvennasveitin lék í 1. deild sem fram fór á Garðavelli á Akranesi og hafnaði hún í áttunda sæti. Sveitin féll því niður um deild. Karlasveit GVG lék í 4. deild sem fram fór á Gufudalsvelli í Hveragerði. Grundfirðingar náðu góðum árangri, enduðu í öðru sæti og leika því í 3. deild á næsta ári.

 

Tvær sveitir voru sendar til leiks frá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi. Karlasveitin hafnaði í 6. sæti í 3. deild sem var leikin var í Öndverðarnesi í Grímsnesi á Suðurlandi. Hólmarakonur léku hins vegar í 2. deild norður á Ólafsfirði. Þær náðu fjórða sætinu á samtals 697 höggum.

 

Þá léku karlasveitir Golfklúbbsins Jökuls í Ólafsvík og Golfklúbbs Borgarness í 2. deild sem fram fór á Hamarsvelli í Borgarnesi. Báðar sveitir náðu að verja sæti sitt í deildinni. Ólsarar komust á verðlaunapall og höfnuðu í þriðja sæti. Borgnesingar hremmdu hins vegar fimmta sætið. Eftir því sem best er vitað er þetta besti árangur frá upphafi hjá báðum klúbbum í sveitakeppni GSÍ.

 

Niðurstaða helgarinnar er sú að fleiri Vesturlandsslagir í golfi verða á dagskrá næsta sumar í sveitakeppninni. GL, GJÓ og GB munu leika í 2. deild karla. GVG og GMS leika í 3. deild karla og loks munu GL, GMS og GVG leika í 2. deild kvenna.

 

Sjá má úrslit einstakra leikja Vesturlandsklúbba í Sveitakeppni GSÍ hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is