Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2012 12:45

Kvennareiðin í hellirigningu í Dölunum

Kvennareiðin í Dölum var haldin í 21. sinn sl. laugardag. Að þessu sinni var þátttaka með minnsta móti og líklega verður það að skrifast að stærstum hluta á reikning veðurguðanna. Það hellirigndi allan daginn í Dölunum. Öllu jafnan hafa yfir hundrað konur mætt í kvennareiðina en í þetta sinn voru þær 55. Þær hörðustu í hópnum lögðu af stað klukkan 14 frá ánni Skraumu í Hörðudal. Var áin þveruð alloft á leiðinni og komið niður að Hóli, en þaðan var síðan riðið í áfangastað að Seljalandi. Þar beið hópsins dýrindis kjötsúpa sem þótti henta ótrúlega vel fyrir blautar, þreyttar en umfram allt glaðar konur. Ekki var að sjá að kalsamt væri hvorki hjá konum né hestum, enda hitinn 17-18 gráður um daginn og lítill blástur.

 

 

 

 

 

Það þykir alltaf hátíðleg stund þegar þakkað er fyrir daginn og formlega tilkynnt um sveit sem tekur að sér að skipuleggja næstu kvennareið. Hún verður í Saurbænum og það kemur því í hlut kvenna þar að skipuleggja kvennareiðina að ári, sem þegar er farin að vekja tilhlökkun hjá þátttakendum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is