Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2012 06:20

Óska eftir endurskoðun á lögum um úthlutun byggðakvóta

Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi hefur í umboði bæjarstórnar Akraness beint þeim tilmælum til Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að hann endurskoði þá grein í frumvarpi um stjórn fiskveiða sem lagt hefur verið fyrir Alþingi og fjallar um úthlutun byggðakvóta. Þessi grein frumvarpsins er nær óbreytt úr gildandi lögum. Hún hafi orðið til þess að bátar sem gerðir eru út frá Akranesi og landa afla þar, hafi ekki komið til greina við úthlutun byggðakvóta, þar sem Akranes hefur ekki talist uppfylla þau skilyrði sem þar eru sett. Bæjarstjóri telur endurskoðun þessarar greinar laganna nauðsynlega til að úthlutun byggðakvóta og annarra slíkra aflaheimilda verði í sem bestu samræmi við kröfur er sanngirni og að jafnræðisregla nái sem best tilgangi sínum.

Árni Múli segir í bréfinu til ráðherra umrædda grein laga um stjórn fiskveiða hafi vakið verulega gagnrýni og leitt til ágreinings. Hann telur að hún eigi stóran þátt í erfiðleikum í rekstri fiskmarkaðar á Akranesi og vegi mjög að möguleikum fiskvinnslufyrirtækja að eiga öruggan og greiðan aðgang að hráefni. Árni Múli segir m.a. í bréfinu: „Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu mikilvægur sjávarútvegur og fiskvinnsla er fyrir íbúana á Akranesi og atvinnu þar, enda byggðist bærinn upp sem útgerðarstaður og er útgerð og fiskvinnsla enn þá ein meginstoð hans í fjárhagslegu og atvinnulegu tilliti, mjög ríkur þáttur í ímynd bæjarins og sjálfsmynd íbúanna. Það er mönnum því mikið áhyggjuefni að smábátaútgerð á Akranesi á undir högg að sækja.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is