Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2012 10:01

Grundarfjörður sigraði Kára á heimavelli

Grundarfjörður og Kári mættust í þriðja Vesturlandsslag sínum í C-riðli 3. deildar í Grundarfirði í gærkvöldi. Liðin sátu í öðru og þriðja sæti riðilsins fyrir leikinn og þurftu nauðsynlega á stigum að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Leikurinn fór rólega af stað og áttu Káramenn fyrsta alvöru færi leiksins þegar markakempan Valdimar K. Sigurðsson átti skot að marki heimamanna. Grundfirðingar skoruðu hins vegar fyrsta markið í leiknum á 22. mínútu þegar Danijel Smilijkovic slapp inn fyrir vörn Kára og lagði boltann í netið. Staðan í hálfleik var 1-0. Mikil barátta einkenndi leik liðanna í seinni hálfleik. Það voru þó Grundfirðingar sem voru á skotskónum og á 51. mínútu skoraði Predrag Milosavljevic annað mark heimamanna. Bæði lið fengu loks vítaspyrnu dæmda í seinni hálfleik sem liðin klikkuðu úr.

 

  

Með sigri sínum á liði Kára söxuðu Grundfirðingar á toppliðin og hafa þeir nú 21 stig í þriðja sæti C-riðils. Káramenn sitja hins vegar áfram í öðru sæti með 24 stig. Efst er lið Víðis úr Garði með 25 stig. Þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is