Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2012 08:01

Framkvæmdir að hefjast við Borgarfjarðarbrú

Á næstu vikum verður framkvæmt á og við Borgarfjarðarbrú. Í samtali við Skessuhorn sagði Ingvi Árnason deildarstjóri viðhalds og þjónustu hjá Vegagerðinni að um væri að ræða tvær sjálfstæðar framkvæmdir, annars vegar á vegum Borgarverks og hins vegar á vegum brúarflokks Vegagerðarinnar. Borgarverk mun sinna breikkun fyllingar beggja megin Borgarfjarðarbrúar. Einnig mun fyrirtækið koma fyrir gangstíg meðfram veginum yfir Borgarfjörð. Ingvi segir að áætluð verklok hjá Borgarverksmönnum séu í október. Brúarflokkur Vegagerðarinnar mun sinna endurnýjun á steyptu yfirborði Borgarfjarðarbrúar. Við verkið mun flokkurinn notast við nýja tækni, sérstakan háþrýstifræsara sem brjóta mun brúargólfið með vatni. Gólfið verður brotið upp að járngrind og síðan steypt upp á nýjan leik. Í þessari verklotu sem Ingvi býst við að taki um tvo mánuði muni gólf í tveimur brúarbilum af þrettán verða endurnýjuð.

 

 

 

 

Þá segir Ingvi að áætlanir Vegagerðarinnar geri ráð fyrir að akbrautir á Borgarfjarðarbrú verði lítillega færðar til vegna uppsetningar stígs yfir brúna. Stígurinn komi til með að vera aðskilinn akvegi með steyptu vegriði. Í framtíðinni er loks stefnt á að aðskilja akbrautir um brúna með vegriði. Öryggi gangandi vegfarenda mun því aukast til muna á þjóðvegi eitt yfir Borgarfjörð auk þess sem Seleyrarsvæðið og Hafnarskógur verður aðgengilegra en nú.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is