Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2012 06:19

Ætla að valhoppa inn í menningarnótt

Hver kannast ekki við að hafa tekið létt valhopps spor sem barn? Svo þegar aldurinn færist yfir og kílóunum fjölgar, fækkar í mörgum tilfellum þeim skiptum sem þetta hressilega hálfpartinn - hlaup er reynt. Valhopparafélag Íslands er nýstofnað félag áhugafólks um að „skokka skemmtilega“ og hyggst minna rækilega á líkamlegt og andlegt gildi þessarar vanmetnu íþróttar. „Af hverju að hlaupa þegar þú getur valhoppað,“ spyr hópurinn sem stofnað hefur sérstaka Facebókarsíðu. Vestlendingurinn Hlédís Sveinsdóttir er meðal stofnfélaga Valhopparafélagsins.  Hún segir hugmyndina einfalda; valhopp sé skemmtilegt og stundi maður það getur það ekki annað en haft góð áhrif á sálina. „Það er ómögulegt að valhoppa í fýlu,“ segir hún og bætir við; „fari maður hins vegar í fýlu er einfaldasta lausnin að taka nokkur valhoppsskref, þá rýkur fýlan út í veður og vind.“

 

 

 

 

 

Fyrsta formlega valhopp félagsins verður á menningarnótt, laugardaginn 18. ágúst næstkomandi. Þá munu hinir þrjátíu valhopparar sem þegar hafa skráð sig í félagið koma saman í höfuðstaðnum og valhoppa í tíu eða 21 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins. „Við ætlum að standa við bakið á honum Steinari Mána, en hann er þriggja ára, brosmildur og kátur drengur sem varð fyrir langvarandi súrefnisskorti við fæðingu og hlaut töluverðan heilaskaða í kjölfarið. Við tveggja ára aldur var Steinar Máni greindur með heilalömun og lága vöðvaspennu. Hægt er að leggja Steinari Mána lið á síðunni Hlaupastyrkur.is með því að heita á Mattheu Sigurðardóttur, eins af valhoppurunum, sem hefur hlaupanúmer 2213.

 

Sjálf segist Hlédís lítið hafa æft valhopp eða hlaup yfirleitt síðustu tvö árin. „Maður er í stórkostlegu formleysi. Ég hef hvergi, þrátt fyrir ítarlega leit, fundið á netinu hvernig maður geti komið sér í form á þremur dögum. Þar af leiðandi býst ég ekki við að valhoppa alla tíu kílómetrana á laugardaginn, tel mig reyndar góða ef ég kemst í mark áður en flugeldasýningin byrjar,“ segir Hlédís í gamansömum tón. „En auðvitað munum við valhoppa í hvert sinn sem við hlaupum fram hjá myndavélum og upptökugræjum.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is