Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2012 10:53

Fjölmenni sat norræna prjónaráðstefnu í Borgarnesi

Norræna prjónaráðstefnan sem fram fór í Hjálmakletti í síðustu viku heppnaðist vel að sögn Ásdísar Birgisdóttur skipuleggjenda ráðstefnunnar. Það var prjónablaðið Lopi og band sem sá um skipulagninguna en ráðstefna sem þessi er haldin á hverju ári á einhverju Norðurlandanna. Ásdís segir að þátttakendur hafi verið ánægðir með námskeiðin sem fram fóru. Á þeim kynntu fyrirlesarar margskonar nýjungar og aðferðir í hannyrðum. Alls tóku þátt um 140 manns í ráðstefnunni. 90 þeirra komu erlendis frá, 30 frá Íslandi og þá voru 20 sem höfðu umsjón með námskeiðum. Ásdís segir aðstæður í Borgarnesi hafi verið til fyrirmyndar. Hjálmaklettur hafi nýst vel undir ráðstefnuhald af þessu tagi og sé aðstaðan í húsinu góð. Þá hafi ferð um Borgarfjörðinn og heimsókn í Reykholt verið ráðstefnugestum eftirminnileg, ekki síst leiðsögn sr. Geirs Waage um staðinn. Ásdís bætir því við að margir af hinum erlendu gestum vilja ólmir fá annað tækifæri til að sækja landið heim aftur á nýjan leik eftir vikuna í Borgarnesi.

 

 

 

 

Lokadagur ráðstefnunnar fór fram á föstudaginn. Þá var haldinn markaður þar sem þátttakendur höfðu til sölu og sýnis ýmislegt áhugavert úr þeirra smiðju. Ásdís vildi að endingu þakka Markaðsstofu Vesturlands fyrir aðstoð við skipulagningu ráðstefnunnar.

 

Fleiri myndir í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is