Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2012 08:01

Bundinn er bátlaus maður

Bergvin Sævar Guðmundsson, eða Sævar stranda eins og hann er jafnan kallaður, er sjómaður í Grundarfirði. Hann er fæddur og uppalinn norður á Ströndum, nánar tiltekið á Munaðarnesi í Árneshreppi. Hann er einn sex systkina og búa fimm þeirra í Grundarfirði og ein systir þeirra í Hafnarfirði. Sævar var aflahæstur á strandveiðum á A-svæði í sumar á bátnum Sif SH, sem hann á ásamt bróður sínum. Síðasta sumar var hann í öðru sæti yfir aflahæstu bátana á A-svæði á eftir Jóhannesi á Ökrum AK. Núna í sumar var spennan um fyrsta sætið mikil og einungis rúm 200 kíló sem skildi á milli í afla þessara báta. Sævar hefur verið sjómaður síðan hann var ungur drengur á Ströndum. „Ég byrjaði á sjó þegar ég var gutti á grásleppu og handfærum með pabba og afa á ströndum. Ég byrjaði átta eða tíu ára gamall að skera grásleppur fyrir afa og pabba. Það var mitt embætti á sjónum. Ég var alveg kornungur og varð aldrei sjóveikur. Þetta var manni bara í blóð borið."

Ég flutti til Grundarfjarðar árið 1979 og fór á sjóinn hjá Hjálmari Gunnarssyni, byrjaði á Siglunesinu og fór svo á Haukabergið. Er svo búinn að vera á togurum síðan. Þetta er lífsstarfið manns, að vera sjómaður,“ segir Sævar. Núna vinnur hann á Sóley SH í Grundarfirði, ásamt því að stunda strandveiðarnar á sumrin.

 

Nánar er rætt við Sævar stranda í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is