Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2012 11:53

Ásmundur Einar hyggst gefa kost á sér í annað sætið á lista Framsóknarflokks

Ásmundur Einar Daðason alþingismaður og bóndi á Lambeyrum í Laxárdal ætlar í framboð fyrir Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Eins og kunnugt er sagði hann skilið við félaga sína í þingflokki VG fyrir um ári síðan og gekk í raðir framsóknarmanna. Segir hann að VG hafi gefið af sér ranga mynd fyrir síðustu kosningar. Í viðtali við Ásmund sem birtist í Skessuhorni í dag upplýsir hann að hann sækist eftir öðru sæti á lista framsóknar í Norðvesturkjördæmi. „Ég hef ekki hugsað mér að verða eilífðarpólitíkus líkt og forystumenn sitjandi ríkisstjórnar. Þetta er að sjálfsögðu undir öðrum en mér komið en ég hef hins vegar fundið fyrir ánægju með mín störf á Alþingi og jákvæðum anda um allt kjördæmið. Með þetta að leiðarljósi stefni ég ótrauður að því að fara í framboð fyrir næstu Alþingiskosningar. Gunnar Bragi sem skipar efsta sætið í kjördæminu hefur staðið sig vel, bæði sem þingmaður og þingflokksformaður. Samstarf okkar hefur verið mjög gott og við náum vel saman á allan hátt. Miðað við að hann sækist eftir fyrsta sæti listans þá mun ég sækjast eftir öðru sætinu," segir Ásmundur Einar.

Þingmaðurinn og bóndinn var á fullu í heyskap heima hjá sér á Lambeyrum í Laxárdal þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði í lok síðustu viku. Hann sagði sprettuna ágæta og hann væri nú ásamt Hermanni Bjarnasyni frá Leiðólfsstöðum, sem starfar við búið, að ljúka heyskapnum. Mest allt yrði bara slegið einu sinni en þó bjóst hann við að slá eitthvað af túnunum tvisvar, það væri venjan hjá þeim. Þrátt fyrir grenjandi rigningu fyrri hluta vikunnar víðast suðvestanlands hafði ekki rignt dropa í Laxárdalnum og þingmaðurinn gat því nýtt vel síðustu dagana við búskapinn í sumar áður en störf tengd þingmennskunni taka við að nýju. Ásmundur segir veðraskil þarna í Laxárdal og þar henti yfirleitt betur að hlusta á veðurspá fyrir Norðurland vestra og Strandir. Sumarið hafi verið gott, frekar þurrt en þó nóg væta fyrir grassprettu þótt hún hafi farið seint af stað.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Ásmund Einar í Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is