Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2012 01:00

Svipað magn makríls við Ísland og áður

Í lok síðustu viku lauk 30 daga leiðangri Árna Friðrikssonar, rannsóknarskips Hafrannsóknastofnunnar, sem hafði það að markmiði að kanna útbreiðslu og magn makríls í íslenskri lögsögu. Leiðangur skipsins er þáttur í sameiginlegum rannsóknum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga á dreifingu og magni helstu uppsjávartegunda á ætissvæðum í Norðaustur Atlantshafi og umhverfisaðstæðum þar. Í leiðangrinum voru 105 togstöðvar, 89 sjórannsóknastöðvar og 91 átustöð skoðuð í landhelginni og var 1174 mögum safnað úr síld, makríl og kolmunna til fæðugreiningar. Hjörtum úr íslenskum sumargotssíldum var einnig safnað til að greina sýkingu sem hrjáð hefur stofninn. 

Úrvinnslu gagna sem aflað var í leiðangrinum er ekki lokið en þær verða birtar í skýrslu í lok þessa mánaðar. Bráðabirgða niðurstöður leiðangursins sýna þó að magn makríls í íslenskri lögsögu er sambærilegt við undanfarin ár, þó að svæðadreifing makrílsins sé mismunandi á milli ára. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is