Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2012 09:01

Færeyingar til liðs við KFUM á Akranesi

Færeyingar eru ósparir á að rétta Íslendingum hjálparhönd. Eftir hrunið voru þeir fyrstir Norðurlandanna að bjóða fram aðstoð sína og núna þessa dagana eru fimm fulltrúar frá Heimamissjóninni í Þórshöfn að aðstoða félaga í KFUM og K á Akranesi að mála og dytta að húsi félagsins að Garðabraut 1. Per Poulsen einn fimmmenninganna segir að þegar hópur hjálparliða Heimamissjónarinnar ákvað að bjóða fram krafta sína á Íslandi, hafi legið beint við að koma á Akranes. „Kveikjan er vinátta forfeðra okkar og sjósóknara við Íslendinga, ekki síst fólk á Skipaskaga. Í hugum gömlu færeysku sjósóknaranna var Ísland stór þáttur og maður upplifir sig ekki sem útlending á Íslandi,” segir Per Poulsen bakarameistari, en Færeyingarnir fimm eru úr ýmsum geirum þjóðfélagsins.

Meðal annars er Jaspur Johannesen stór verslunareigandi, rekur sex verslanir í INN verslanakeðjunni í samkeppni við verslanir eins og Bónus. Marius Müller er framkvæmdastjóri skipulags- og byggingarmála í Þórshöfn, Heri Kjærbo framkvæmdastjóri færeyska kristniboðsins og fyrir hópnum fer Sverre Steinholm fangelsis- og sjúkrahúsaprestur í Færeyjum.

 

Nánar er rætt við þá félaga í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is