Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2012 06:25

Hafa eignast tvær stórar lóðir í hjarta Borgarness

Félagið Gestur ehf. hefur eignast fasteignina Borgarbraut 57 og lóðina að Borgarbraut 59 í Borgarnesi. Félagið er í eigu feðganna Óla Jóns Gunnarssonar og Bergþórs Ólasonar í Loftorku Borgarnesi ehf. Í samtali við Skessuhorn sagði Bergþór að hugur þeirra feðga standi til að byggja upp á svæðinu. „Við sjáum fyrir okkur að vinna að hönnun svæðisins á næstu misserum með það að markmiði að framkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár. Við ætlum að leita eftir samstarfsaðilum til að vinna að þeirri uppbyggingu sem þarna þarf að eiga sér stað, en svæðið eins og það er í dag er því miður lýti á þessum fallega bæ. Sú þróunar- og hugmyndavinna sem framundan er verður unnin með þeim formerkjum að styrkja svæðið, en þarna eru auðvitað mörg þjónustufyrirtæki, verslanir og stofnanir innan seilingar. Útlitslega verður svæðið vonandi allt annað eftir að verkefnið hefur klárast og bæjarmyndin sterkari, enda um miðsvæði bæjarins að ræða. Við reiknum með að þarna verði þjónustu- og verslunarrými ásamt íbúðum í bland,“ sagði Bergþór. Hann býst við því að hönnunarvinna fari af stað í haust en nú þegar hafa þeir feðgar kynnt hugmyndir sínar fyrir byggðarráði Borgarbyggðar.

 

 

 

Engum blöðum er um það að fletta að Borgarbraut 57-59 er með mikilvægustu byggingarsvæðum í Borgarnesi. Svæðið er samkvæmt aðalskipulagi kallað miðsvæði. Í skipulagslögum segir að á miðsvæðum skuli fyrst og fremst gera ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjóni heilu landssvæði, þéttbýlisstöðum eða fleiri en einu bæjarhverfi. Þar megi starfrækja verslanir, skrifstofur, þjónustustofnanir og veitinga- og gistihús svo einhver dæmi séu tekin.

 

Engin starfsemi hefur verið í Borgarbraut 57 undanfarið ár en síðast var skemmtistaðurinn B57 rekinn í húsinu og myndbandaleigan Laugarásvideo. Áður var m.a. í húsinu verslun Bónus. Á lóðinni Borgarbraut 59 var í áratugi bensínafgreiðsla Esso auk þess sem þar var smurstöð, dekkjaverkstæði og þvottaplan. Öll hús á lóðinni, auk bílaþvottaplans, voru rifið árið 2005 fyrir tilstilli þáverandi eiganda lóðarinnar sem var Borgarland ehf. Félagið hafði á prjónunum uppbyggingu fjölbýlis- og þjónustuhúsnæðis á lóðinni. Hönnun bygginga sem ráðgert var að reisa mætti andstöðu íbúa í nágrenninu og hvarf Borgarland frá hugmyndinni upp frá því og seldi byggingafyrirtækinu Sólfelli lóðina haustið 2007. Ekkert varð úr byggingu Sólfellsmanna á reitnum en fyrirtækið fór í þrot árið 2008.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is