Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2012 08:01

Mynd eftir Collingwood gefin Safnahúsi Borgarfjarðar

Ein myndanna sem enski aðalsmaðurinn WG Collingwood málaði á ferð sinni um Ísland sumarið 1897 hefur verið afhent Safnahúsi Borgarfjarðar til eignar og varðveislu. Collingwood málaði um 300 myndir þetta sumar á Íslandi og eru margar þeirra þekktar meðal landsmanna og hafa að stórum hluta verið gefnar Þjóðminjasafni Íslands. Borgfirðingar kannast sérstaklega við eina myndanna, en það er altaristaflan í Borgarkirkju á Mýrum. Myndin sem Safnahúsinu var nú gefin málaði Collingwood á Gilsbakka í Hvítársíðu þegar hann dvaldi þar á ferðum sínum um íslenska sögustaði. Alls málaði Collingwood þrjár myndir á Gilsbakka þetta sumar, eina af bænum sjálfum og aðra af gilinu við bæinn auk myndarinnar sem hér um ræðir, sem er af litlu stúlkubarni. Fyrirmyndin var Guðrún Magnúsdóttir fædd 1896, dóttir þáverandi húsráðenda á Gilsbakka, séra Magnúsar Andréssonar og Sigríðar Pétursdóttur.

Það var dóttir Guðrúnar, Sigríður Sigurðardóttir, sem afhenti myndina en á bak við gjöfina standa ennfremur systir hennar og mágkona, Guðrún Sigurðardóttir og Ragnheiður Kristófersdóttir, ekkja Magnúsar Sigurðssonar á Gilsbakka. Þess má geta að í Safnahúsinu er nú heimildasýning um séra Magnús Andrésson þar sem varpað er ljósi á heimilið á Gilsbakka í tíð þess merka manns. Um einstakt menningarheimili var að ræða og nokkurs konar háskóla í sveit, þar sem m.a. Guðmundur Böðvarsson skáld á Kirkjubóli hlaut menntun sína um fimm ára skeið.

Í tilefni þessarar góðu og merku gjafar verður hún höfð til sýnis í anddyri bókasafns í Safnahúsi í þessari og næstu viku, sjá nánar um opnunartíma á www.safnahus.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is