Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2012 03:30

Nýju Samgöngusafni í Borgarnesi vel tekið

Á Brákarhátíð í Borgarnesi í júlí var Samgöngusafnið í Brákarey opnað með pompi og prakt. Það er Fornbílafjelag Borgarfjarðar sem á veg og vanda að safninu og sá dyggur hópur félagsmanna þess um að setja það upp og lagfæra húsnæði. Safnið er í gamla gærukjallaranum svokallaða í fyrrum sláturhúsi KB í Brákarey. Að sögn Sigurðar Þorsteinssonar safnavarðar í Samgöngusafninu þá hafa viðtökur gesta verið góðar hingað til. „Fólk er yfir sig hrifið. Safnið er bjart og aðgengilegt og þar má sjá og skoða marga fornbíla sem hver og einn hefur sína sögu,“ segir Sigurður. Hjá hverjum bíl hefur verið komið fyrir upplýsingablaði þar sem gestir geta fræðst um ýmislegt tengt sögu viðkomandi bíls. Þá hefur líkan af Hvítárbrú sem afhjúpað var árið 2010 í tilefni aldarafmæli þess að starfsemi tengd vegagerð hófst í Borgarnesi, verið komið fyrir í safninu.

Samgöngusafnið verður opið alla daga í ágúst frá klukkan 13-17 og eftir samkomulagi.

 

Sjá fleiri myndir úr safninu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is