Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2012 11:49

Stopult netsamband hrjáir íbúa á sunnanverðu Snæfellsnesi

„Hér á tveimur bæjum hefur ekkert netsamband verið síðan snemma á föstudagsmorgun og við sættum okkur illa við ástandið,“ segir Sigurður Helgason bóndi á Hraunholtum í Hnappadal í samtali við Skessuhorn. Auk Hraunholta er netsambandslaust í Hallkelsstaðahlíð. Sigurður segir að stopult og veikt netsamband sé víðast hvar á svæðinu frá Hítará í suðri og að Öxl, að minnsta kosti. Svæðinu er þjónað af netfyrirtækinu Hringiðunni og segir Sigurður skorta verulega á að þjónusta fyrirtækisins sé viðunandi. „Verst er þó að 3G samband er ekki í boði þar sem sveitarfélögin niðurgreiða þjónustu Hringiðunnar og því verði menn að reiða sig á eitt fyrirtæki.“ Sigurður segir ástandið í netsambandsmálum verulega farið að reyna á langlundargeð íbúa á sunnanverðu Snæfellsnesi. „Það er hluti af nútímaþörf að búa við þokkalegt netsamband í rekstri stórra sem smárra fyrirtækja. Í gegnum tölvuna sinnir fólk bankaviðskiptum, ferðaþjónustan verður að reiða sig á netið vegna samskipta við viðskiptavini, bændur eru þessa dagana í óða önn að færa fjárbókhaldið og aðrir beinlínis hafa vinnu sem þeir sinna gegnum netið. Ástandið er því bagalegt fyrir marga,“ segir Sigurður í Hraunholtum.

Breytingar og uppfærslur í sumar

Hringiðan hefur þjónustað íbúa á sunnanverðu Snæfellsnesi síðan 2007. Í samtali við Skessuhorn segir Guðmundur Kr Unnsteinsson framkvæmdastjóri Hringiðunnar taka undir að ástandið í netsambandi hafi verið óstöðugt í sumar en það horfi til betri vegar. „Við höfum verið að innleiða nýjan tækjabúnað sem felur í sér aukinn hraða og öryggi á netkerfinu á þessu svæði. Sá búnaður mun auka flutningsgetu og hraða til notenda. Veðrið undanfarna daga hefur þó tafið okkur aðeins og má því búast við truflunum í þessari viku og jafnvel fram í þá næstu, eða þar til endurbótunum lýkur. Fyrr í sumar þurftum við að færa búnað og er enn unnið við lokafrágang þess. Af þeim sökum hafa orðið truflanir og má búast við að þeim ljúki í ágúst.

 

Tvíþættur vandi

Guðmundur segir að rót vanda við að halda uppi stöðugu netsambandi sé tvíþætt. Í fyrsta lagi er rafmagn óstöðugt á svæðinu en miklar sveiflur á straumi hafa slæm áhrif á fjarskiptabúnaðinn sem þráðlaust netsamband byggir á. „Af þeim sökum vil ég hvetja íbúa til að koma sér upp varaaflgjöfum t.d. sem notendur tengja bæði tölvur og netbúnað við. Tölvu- og fjarskiptabúnaður er viðkvæmur fyrir miklum spennusveiflum og dæmi eru um nokkuð mikla sveiflu. Raftæki þola illa slíka spennusveiflu.

Íbúar á svæðinu gera miklar kröfur um öflugra netsamband, jafnvel á borð við VDSL eða ljósleiðara eins og víða er komið í þéttbýlinu. Við reynum því að uppfæra kerfið eins og kostur er og ég vona að fólk sýni okkur biðlund á meðan unnið er að þeim framkvæmdum nú í ágúst,“ segir Guðmundur hjá Hringiðunni að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is