Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2012 09:01

Sveitamarkaður haldinn í Reykholti á morgun, laugardag

Á morgun verður efnt til sveitamarkaðar í Reykholti. Það er Framfarafélag Borgfirðinga sem skipuleggur markaðinn sem orðinn er að árlegum viðburði í uppsveitum Borgarfjarðar. Að sögn Bryndísar Geirsdóttur hjá framfarafélaginu verður margt um að vera á sveitamarkaðinum. „Meðal þess sem verður til sölu eru matvörur, handavinna og spennandi afurðir á borð við hunang og íslenskt korn úr héraði. Auk þess verður boðið verður upp á harmonikkuleik til að skapa réttu stemninguna. Leikir verða skipulagðir fyrir börn og þá verður veitingasala á staðnum,“ segir Bryndís. Margt verður því um að vera í Reykholti. Þá segir Bryndís að framfarafélagið muni efna til keppni í reiptogi og kubbi á sveitamarkaðnum. „Okkar hugur stendur til að fram fari nokkurskonar „millidalakeppni“ í reiptogi og kubbi. Skráning verður á staðnum og vil ég nú hvetja uppsveitunga til að huga að liðssöfnun fyrir laugardaginn í sínum dal eða svæði,“ bætir Bryndís við. Sveitamarkaðurinn hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is