Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2012 12:54

Sindri og Ásmundur sækjast báðir eftir öðru sæti á lista framsóknar

Yfirlýsing Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, sem birtist í Skessuhorni í gær, um að hann hyggist gefa kost á sér í annað sæti á lista Framsóknarflokks í NV kjördæmi fyrir næstu kosningar hefur þegar kallað á viðbrögð. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti í Borgarfirði og varaþingmaður flokksins, skrifaði á Fésbókarsíðu sína í dag: „Það er ljóst að það er kominn kosningahugur í Ásmund Einar Daðason. Til fróðleiks fyrir hann og fleiri þá hyggst ég einnig gefa kost á mér í annað sætið á lista Framsóknarflokks.“  Þess má geta að í aðdraganda alþingiskosninga 2009 fór fram prófkjör þar sem Gunnar Bragi Sveinsson úr Skagafirði varð efstur en Guðmundur Steingrímsson sigraði Sigurgeir Sindra naumlega í baráttunni um annað sætið. Síðan hefur það gerst að Guðmundur er hættur í Framsóknarflokknum og Ásmundur Einar hættur sem þingmaður VG í kjördæminu og genginn til liðs við Framsóknarflokkinn eins og áður segir. Það er því ljóst að búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Þá vekur athygli að hvorki Sigurgeir Sindri né Ásmundur Einar hyggjast gera atlögu að sitjandi oddvita listans og formanni þingflokks Framsóknarmanna, Gunnari Braga Sveinssyni.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is