Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2012 11:55

Steypubíl ekið útaf til að koma í veg fyrir árekstur

Fulllestaður steypubíll lenti utan vegar og á hliðinni á Snæfellsnesvegi á móts við Selborgir á Mýrum um nónbil í gær. Að sögn lögreglu er ástæða óhappsins sú að bíl með fellihýsi eða einhvers konar aftanívagni var ekið framúr steypubílnum. Svo virðist sem bílstjórinn sem framúr ók hafi gleymt því að hann væri með aftanívagn þar sem hann fór alltof fljótt yfir á hægri akrein eftir að hafa farið framúr steypubílnum. Til að koma í veg fyrir árekstur reyndi steypubílsstjórinn að víkja sem best en við það gaf vegkanturinn sig, steypubíllinn fór útaf og á hliðina í gljúpan jarðveg. Ökumann steypubílsins sakaði ekki. Grind steypubílsins er undin eftir óhappið og er bílinn talinn ónýtur.

 

 

 

 

Í steypubílnum voru sjö rúmmetrar af steypu og var því lögð áhersla á að ná bílnum sem fyrst á réttan kjöl til að losa hann áður en steypan harðnaði. Krani var fenginn á staðinn og þurfti að loka veginum fyrir umferð í um tvo klukkutíma og beina henni um hjáleið um Álftanesveg. Sú hjáleið reyndist þó tafsöm þar sem margir ökumenn sem á ferð voru eru óvanir akstri á slæmum malarvegum og óku því löturhægt.

 

Theódór Þórðarson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum segir að ökumaður steypubílsins hafi sýnt snarræði og jafnvel komið í veg fyrir enn stærra óhapp og jafnvel slys. „Það er því miður reyndin að við framúrakstur sveigja alltof margir ökumenn of fljótt framfyrir þann sem ekið er framúr. Þumalfingursregla er að láta líða þrjár sekúndur frá framúrakstri áður en sveigt er inn á hægri vegarhelming á ný. Í þessu tilfelli virðist sá sem framúr ók bókstaflega hafa gleymt því að hann var með fellihýsi í togi og því fór sem fór,“ segir Theódór.

 

Á neðri myndinni er verið að hífa bílinn á hjólin aftur.

Ljósm. Jóhannes Ólafsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is