Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2012 06:01

Verðlaunaveiting úr minningarsjóði Kirkjubólshjóna

Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans veitir nú Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og borgfirsk menningarverðlaun í áttunda sinn á samkomu sem fram fer í Snorrastofu í Reykholti næstkomandi laugardag kl. 15.00. Sjóðurinn var stofnaður 1. september 1974, en þann dag hefði Guðmundur Böðvarsson orðið sjötugur. Hann lést þá um vorið og eiginkona hans, Ingibjörg Sigurðardóttir, lést þremur árum fyrr.

Á Kirkjubóli stóð þá nýlega reist hús þeirra hjóna og nú kom til tals hvernig og hverjum það gæti orðið að gagni. Árni Þorsteinsson bóndi í Fljótstungu hreyfði fyrstur manna þeirri hugmynd að þar gæti orðið griðastaður fyrir skáld og rithöfunda og annað listafólk. Hafist var handa um stofnun sjóðs sem ætti húsið og ræki það. Erfingjar þeirra hjóna gáfu sjóðnum húsið og félagasamtök og einstaklingar í héraðinu lögðu fram fé til rekstrar og viðhalds.

Rithöfundasamband Íslands og Bandalag íslenskra listamanna hélt sýningu og samkomu í Norræna húsinu í Reykjavík og rann ágóði samkomunnar til sjóðsins. Aðilar minningarsjóðsins eru Rithöfundasamband Íslands, Búnaðarsamtök Vesturlands, Ungmennasamband Borgarfjarðar, Samband borgfirskra kvenna og afkomendur Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar.

 

Rekstur hússins gekk vel fyrstu árin en dróst mjög saman á níunda áratugnum. Þá var tilhögun breytt og húsið selt og í staðinn skyldi vöxtum af höfuðstól sjóðsins varið til verðlaunaveitinga. Tvenn verðlaun skyldu veitt, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og borgfirsk menningarverðlaun fyrir menningarframtak í héraðinu. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1994, en það haust voru liðin níutíu ár frá fæðingu Guðmundar. Í fyrstu voru verðlaunin veitt þriðja hvert ár, en þegar innlánsvextir hækkuðu mjög á fyrstu árum tuttugustu og fyrstu aldar var farið að veita þau annað hvert ár. Nú hafa vextir lækkað mjög mikið um sinn og að sjálfsögðu stjórnast af því hversu mikið fé er til ráðstöfunar. Núverandi sjóðsstjórn skipa: Bjarni Guðráðsson, f.h. Búnaðarsamtaka Vesturlands, Ingibjörg Sigurðardóttir f.h. afkomenda, Steinunn Ásta Guðmundsdóttir f.h. Ungmennasambands Borgarfjarðar og Steinunn Jóhannesdóttir og Böðvar Guðmundsson f.h. Rithöfundasambands Íslands.

 

Ljóðaverðlaunin hafa áður hlotið Hannes Sigfússon 1994, Þuríður Guðmundsdóttir 1997, Ingibjörg Haraldsdóttir 2000, Þorsteinn frá Hamri 2004, Þórarinn Eldjárn 2006, Hjörtur Pálsson 2008 og Gerður Kristný Guðjónsdóttir 2010.

 

Borgfirsk menningarverðlaun hafa áður hlotið fræðimennirnir Ari Gíslason og Bjarni Backmann 1994, Orgelkaupasjóður Reykholtskirkju 1997, Ungmennafélag Reykdæla og Ungmennafélagið Dagrenning 2000, Bragi Þórðarson bókaútgefandi 2004, Páll Guðmundsson myndlistarmaður 2006, Jóhanna Þorvaldsdóttir geitabóndi 2008 og Sögufélag Borgarfjarðar 2010.

 

Boðið er upp á söng og ljóðalestur og veitingar á samkomunni í Snorrastofu 25. ágúst n.k. Samkoman er öllum opin og allir velkomnir.

 

Tilkynning frá stjórn Minningarsjóðsins

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is