Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2012 03:01

Danskir dagar fóru vel fram um helgina

Í blíðunni um helgina voru Danskir dagar haldnir í Stykkishólmi. Mikið fjör var í bænum og margt fólk á hátíðarsvæðinu og skemmtileg karnival stemning á svæðinu. Dagskrá hátíðarinnar var mjög þétt og nóg var um að vera fyrir fullorðna jafnt sem börn. Snæfell hélt tvö böll um helgina. Vinir vors og blóma héldu bryggjutónleika á föstudagskvöldið og Páll Óskar hélt dansleik í íþróttahúsinu á laugardagskvöldinu. Aksjón Lionsklúbbs Stykkishólms var á sínum stað eins og áður og var ýmislegt í boði á uppboðinu. Þóra Margrét Birgisdóttir forsprakki undirbúnings-nefndarinnar segir hátíðina hafa heppnast mjög vel. „Það voru örlítið færri á hátíðinni en í fyrra en fólk var mjög sátt við fjöldann. Hátíðin fór mjög vel fram og það var ekkert sem klikkaði. Við vorum alveg rosalega heppin með veðrið og fólk var mjög ánægt með dagskrána. Við getum ekki verið neitt annað en sátt með þetta og Hólmarar eru ánægðir með helgina.“

 

 

 

 

Nokkrar nýjungar voru á dagskrá hátíðarinnar þetta árið og var þeim tekið vel. „Við vorum með nokkrar nýjungar eins og parkour námskeið, stubbahlaup og töfrabragða námskeið. Það var mjög vel mætt á námskeiðin og fólk tók nýjungunum vel. Hvítasunnukirkjan setti upp tæki og ýmiskonar leiki á hátíðarsvæðinu og það var mjög vel heppnað hjá þeim. Á skottmarkaðinum var allt fullt af fólki og brekkusöngurinn var alveg æðislegur. Þar var alveg mögnuð flugeldasýning í boði Atlantsolíu og það var öllu skotið upp hjá okkur,“ segir Þóra og þakkar að gestum fyrir komuna og bæjarbúum fyrir góða helgi.

 

Sjá fjölda mynda frá hátíðinni í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is