Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2012 06:05

Um sex þúsund einstaklingar í námi á Vesturlandi

Á undanförnum vikum og á næstu dögum setjast þúsundir nemenda leik,- grunn,- framhalds- og háskóla á Vesturlandi á skólabekk. Leikskólar eru þegar komnir úr fríi og grunnskólarnir hefja flestir formlega starf sitt á morgun. Starf háskólanna er einnig að hefjast. Þá hefur Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi brátt sitt árlega hauststarf með fjölda námskeiða. Skessuhorn sem kemur út á morgun er að stórum hluta helgað skólabyrjun og rætt við stjórnendur á fyrrgreindum skólastigum m.a. um helstu áherslur í skólastarfi, sérstöðu skólanna og forvitnast um fjölda nemenda og starfsfólks svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt samantekt Skessuhorn verða nú 987 nemendur í leikskólum á Vesturlandi, 2.381 í grunnskólunum, 990 í framhaldsskólunum þremur og 1500 stunda háskólanám á Bifröst og Hvanneyri. Samtals munu því 5.858 nemendur stunda nám á fjórum skólastigum í landshlutanum. Til gamans má geta þess að sú tala jafngildir 39% af íbúafjölda á Vesturlandi. Þeim sem vilja koma efni eða auglýsingum á framfæri í Skólablaði Skesuhorns er bent á að gera það fyrir hádegi í dag.

Skólafólki á öllum aldri; nemendum og starfsfólki er óskað velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is