Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2012 09:01

Miklar breytingar framundan hjá Strætó á Vesturlandi

Umtalsverðar breytingar verða á leiðakerfi Strætó bs sunnudaginn 2. september nk sem snerta íbúa um gjörvallt Vesturland. Strætóleið 57, sem nú fer milli Akraness og Háholts í Mosfellsbæ mun eftir það hafa endastöð í Mjódd í Reykjavík. Tvisvar á dag virka daga og á sunnudögum klukkan 9.00 og 17.30 fer leið 57 alveg frá Mjódd til Akureyrar. Einnig verða tengingar við Snæfellsnes og Dali í Borgarnesi. Ein slík ferð er á laugardögum. Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó bs, segir þessar breytingar umtalsverðar og unnar í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Samband sveitarfélaga á Norðvesturlandi og Eyþing fyrir norðan. Hann segir að með þessu fái Borgnesingar einnig ferðir seinnipart dags og á morgnana til og frá Reykjavík.

Ferðatíðnin milli Akraness og Reykjavíkur verður óbreytt. Vagninn stoppar áfram við Háholt og ný stoppistöð kemur við Úlfarsá. Auk þess stoppar hann við Ártún áður en að endastöðinni í Mjódd kemur. Á vef Strætó bs verður reiknivél þar sem farþegar geta séð fargjaldið til allra áfangastaða allt norður til Akureyrar en gjald er mismunandi eftir vegalengd. Auk þessa mun leið 58 fara til Stykkishólms beint frá Reykjavík og það sama mun leið 59 í Búðardal og vestur á Reykhóla gera. Í Borgarnesi er einnig hægt að taka leið 81 í Reykholt og frá Stykkishólmi fer leið 82 til Grundarfjarðar Ólafsvíkur og Hellissands. Leiðir 83 og 84 tengja svo Skagaströnd og Hvammstanga við leið 57.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Strætó bs verða tímatöflur nýrra akstursleiða kynntar með dreifibréfi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is