Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2012 05:32

Bensínlaust um tíma í gær í Dölum

Um hádegið í gær kom upp slæm staða í Búðardal, m.a. gagnvart ferðafólki sem þar átti leið um, en umferð ferðamanna hefur aukist mikið um Dali með tilkomu Djúpvegar yfir Þröskulda. Bensíndælur N1 í Búðardal, einu eldsneytisstöðvarinnar á staðnum, biluðu og var ekkert eldsneyti að hafa þar í um fimm klukkustundir samkvæmt heimildarmanni fréttavefjarins Búðardalur.is. Engin vaktþjónusta eða þjónusta er við eldsneytisdælur N1 í Búðardal og því þurfti að kalla til viðgerðarmann úr Reykjavík til að koma dælunum í lag. Skapaði þetta mikil óþægindi fyrir ferðamenn sem og heimamenn sem hugðust setja eldsneyti á farartæki sín. Á umræddum vef segir að margir hugsi eflaust til baka til gömlu daganna þegar samkeppni ríkti á eldsneytismarkaði í Dölum, þegar tvær bensínstöðvar voru í Búðardal. Hefði þessi staða komið upp þá hefðu menn bara getað bjargað sér og sótt eldsneyti í Olís sjoppuna. Margir hafi rætt um það í gegnum árin að samkeppni skorti á eldsneytismarkaði í Dölum og munu þær raddir örugglega ekki hljóðna við uppákomu sem þessa.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is