Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2012 10:01

Atlantsolía opnaði nýja stöð í Stykkishólmi

Um liðna helgi opnaði Atlantsolía nýja sjálfafgreiðslustöð í Stykkishólmi. Í tilefni dagsins var boðið upp á veitingar á nýju stöðinni og voru margir sem komu við og dældu eldsneyti á bifreiðar sínar. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri hjá Atlantsolíu, segir það hafa verið gaman að opna þessa stöð í Hólminum. „Stöðinni ver tekið mjög vel og við finnum fyrir miklum meðbyr. Verðlaunatrommusveit lúðrasveitar Stykkishólms kom og tók nokkur lög við góðar undirtektir ásamt því að bjóða fólki upp á gómsætar kleinur frá Arnari í Nesbrauði. Jafnframt var 10 króna afsláttur hjá okkur, því Atlantsolía á tíu ára afmæli í ár. Ég var þarna allan laugardaginn og það kom mér skemmtilega á óvart hvað það kom mikið af erlendum ferðamönnum til okkar. Það er greinilega mikil gróska í ferðamennskunni í Stykkishólmi. Þetta var mjög skemmtilegur dagur og veðrið var alveg æðislegt. Ég var alveg dolfallinn yfir fegurð staðarins og veðrinu,“ segir Hugi.

 

 

 

 

Atlantsolía tók einnig þátt í Dönskum dögum. „Við kostuðum flugeldasýningu Danskra daga að þessu sinni og kunnum stjórn Danskra daga miklar þakkir fyrir að leyfa okkur að taka þátt í deginum með þeim hætti,“ segir Hugi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is