Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2012 08:01

Ánægja með atvinnuátak á Akranesi

Í sumar hefur Akraneskaupstaður staðið fyrir atvinnuátaki fyrir atvinnulaust fólk og námsmenn. Í átakinu störfuðu samtals 24 einstaklingar sem sinntu verkefnum á vegum garðyrkjustjóra Akraneskaupstaðar og verkefnastjóra Akranesstofu. Að sögn Ingu Óskar Jónsdóttur starfsmanna- og gæðastjóra Akraneskaupstaðar hefur hópurinn sinnt margvíslegum verkefnum í sumar t.d. gróðursett fyrir Skógræktarfélag Akraness og komið að undirbúningi viðburða vegna 17. júní og Írskra daga. Þá hefur hópurinn sinnt viðhaldsverkefnum og framkvæmdum á útivistarsvæðum. Inga segir hópinn hafa staðið sig vel í sumar og ríkir ánægja meðal forsvarsmanna sveitarfélagsins og íbúa með störf hans.

„Þeir sem hafa notið krafta hópsins hafa sérstaklega haft á orði að vinnugleði og dugnaður hafi einkennt hópinn og að jákvætt viðhorf þeirra sem hann skipuðu hafi oft skipt sköpum þegar þurfti að redda ýmsu fyrir horn svo sem fyrir Írska daga,“ segir Inga Ósk.

 

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar ákvað að ráðast í átakið í mars og ráðstafaði til þess 14,5 milljónum króna. Störf voru auglýst í byrjun maí og gátu atvinnuleitendur og námsmenn 18 ára og eldri með lögheimili á Akranesi sótt um vinnu við átakið. Þórður Sævarsson, meistaranemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, var ráðinn sem verkstjóri og hans hægri hönd og aðstoðarverkstjóri var Eva Björg Ægisdóttir, nemi í félagsfræði við HÍ. „Þátttakendur í verkefninu voru hressir og skemmtilegir. Hópurinn vann hin ýmsu garðyrkjustörf auk aðstoðar við viðburðastjórnun í bænum í sumar. Einnig sá hópurinn um skreytingar á hátíðum. Þá unnum við mikið í Garðalundi t.d. við smíði leiktækja og almenna snyrtingu lundarins,“ sagði Þórður í samtali við Skessuhorn.

 

Á föstudaginn var atvinnuátakinu slitið. Í tilefni þess var haldin uppskeruhátíð og gerði hópurinn sér ferð suður til Reykjavíkur þar sem farið var m.a. í lasertag og út að borða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is