Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2012 09:01

Ásókn í sjúkraliðanám og húsasmíði í FVA

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi verður settur í dag. Nemendur nálgast þá stundaskrár og kennsla hefst síðan á morgun. Innritaðir nemendur í skólann á haustönn eru um 630 og eru heldur fleiri en í fyrra, að sögn Atla Harðarsonar skólameistara. Nýnemar eru um 140, þar af 114 sem luku grunnskólaprófi á liðnu vori. Helsta breytingin í námsframboði við skólann í vetur er að nú verður boðið upp á nám fyrir fullorðna meðfram vinnu fyrir verðandi sjúkraliða og húsasmiði. Um 55 eru skráðir í þetta nám og einkanlega er mikil ásókn í sjúkraliðanámið sem seinast var í boði hjá FVA 2006-2008. Um 40 munu stunda það nám í vetur og um 15 nema húsasmíðina, sem nú virðist vera í sókn að nýju eftir hrunið, en síðustu misserin hefur nánast engin spurn verið eftir þessu námi. „Mér sýnist að flestir þeirra sem sækja í sjúkraliðann, séu starfandi á sjúkrastofnunum í dag og eru þannig að leita eftir að bæta sína vinnu og réttindi,” segir Atla Harðarson skólameistari.

 

Sjá nánar í Skólablaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is