Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2012 06:04

Hagleiksmaður með húmorinn að vopni

Það er gaman að kíkja í heimsókn til Hallgríms Jökuls Jónassonar, sem býr á Hellissandi ásamt konu sinni og börnum, sækir sjóinn á veturna, en starfar sem húsamálari á sumrin. Hann hefur löngum haft mikinn áhuga á list og listsköpun, sem brýst út hjá honum með ýmsum hætti á ólíkum tímum. Í garðinum við heimili hans úir nú og grúir af ýmsum dýrum og kynjaverum, en ævintýrin eru háð hugarflugi gestkomanda sem fer ósjálfrátt að spinna í huganum sögur og ljóð þegar hann röltir um garðinn. Þarna leynast suðrænir fuglar, froskar, bjöllur, dreki sem spýr upplýstum, marglitum vatnsflaumi á kvöldin, búsældarleg dvergabyggð, haglega gerður brunnur sem þó er enginn brunnur. Á húsþakinu blaktir sjóræningjafáni.

„Fólk kann að labba hér fram hjá og halda að maður sé hálf-klikkaður,“ segir Hallgrímur og brosir sínu smitandi brosi. Hann kveðst hafa tekið að skreyta garðinn hjá sér af rælni, fengið snöggar hugdettur og fylgt þeim eftir strax, án þess að velta hlutunum of mikið fyrir sér. Síðan hafi þetta undið upp á sig. „Krökkum finnst til dæmis mjög gaman að koma hér og skoða,“ segir hann. „Og það er gaman að geta glatt þá.“

 

Sjá ítarlegt viðtal við Hallgrím í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is