Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2012 02:45

Aldrei fleiri nemendur og öll pláss nýtt á Hvanneyri

Undirbúningur fyrir upphaf skólaárs við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú í fullum gangi en fyrstu nemendahóparnir mættu í skólann fyrr í vikunni. Nemendur koma á mismunandi tímum eftir deildum og eru að tínast í hús alveg fram í september. Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ, segir að síðastliðið vor hafi útskrifast frá skólanum stærsti hópur nemenda frá upphafi. Fjöldi nýnema á þessu hausti slær hins vegar þeirri tölu við og verður heildarfjöldi nemenda við LbhÍ vel yfir 500 þetta árið. Yfir helmingur þeirra er í staðarnámi en aðrir í lotubundnu námi og nýta sér fjarnámslausnir. Nemendur eru skráðir í deildir skólans sem eru þrjár, það eru Auðlindadeild, Umhverfisdeild og Starfs- og endurmenntunardeild. Veruleg aukning hefur orðið í fjölda nemenda í búfræði og hvað varðar garðyrkjunámið var feikilegur áhugi fyrir því. Ágæt aðsókn er í BS námið í búvísindum, hestafræði, umhverfis- og náttúrufræði, skógfræði og umhverfisskipulagi og einnig er gríðarlegur áhugi á námskeiðaröðunum, einkum Reiðmanninum sem þennan veturinn verður kenndur á sjö stöðum á landinu.

Þá segir Ágúst einnig rétt að nefna að margir hafa innritað sig í meistaranám, einkum í skipulagsfræði. Nemendagarðar á Hvanneyri eru algjörlega fullnýttir, spurn eftir húsnæði á Hvanneyri er mikil um þessar mundir.

 

Sjá nánar viðtal við Ágúst í Skólablaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is