Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2012 09:01

Margt í boði hjá Dansskóla Evu Karenar í haust

Haustönn Dansskóla Evu Karenar í Borgarbyggð hefst 3. september nk. Fjölbreytt dansnámskeið verða í boði í vetur. Námskeið eru fyrir alla aldurshópa og verður fjölbreyttur dans kenndur, svo sem ballet, freestyle, splash, jazz og modern. Á vegum skólans verður einnig boðið upp flóru hreyfingarnámskeiða. Dæmi um slík námskeið eru zumba, CX, body jam og body pump. Þá er sérstakt body pump námskeið fyrir karla á döfinni. Áhugafólk um dans og þolfimi ætti því af finna eitthvað við sitt hæfi í vetur í skólanum. Að sögn Evu Karenar Þórðardóttur skólastjóra býður dansskólinn nú upp á þá nýjung að fólk getur keypt sér sérstök annarkort sem veitir aðgang að öllum hreyfingarnámskeiðum. Kortin gilda frá 1. september til 1. desember.

Þá segir Eva að skólinn hafi fengið til liðs við sig danskennarann Elvu Rut Guðlaugsdóttur. Hún mun kenna ballett, nútímadans og jóga og segir Eva þar mikla hæfileikakonu vera á ferðinni. ,,Elva Rut er lærður danskennari erlendis frá og er reynslumikill kennari. Gott er að fá hana til liðs við okkur,” segir Eva. Sem fyrr er Dansskóli Evu Karenar til húsa í kjallaranum í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þar er kennt í tveimur sölum. ,,Skipulag skólans er þannig að á meðan krakkarnir eru í tíma í öðrum salnum eru fullorðnir í tíma í hinum. Því er hentugt fyrir foreldra að koma í námskeið á sama tíma og börnin. Þannig geti öll fjölskyldan stundað skipulagða og góða hreyfingu á sama tíma eftir amstur dagsins áður en haldið er heim í kvöldmat,” segir Eva að lokum.

 

Skráning stendur yfir í námskeið Dansskóla Evu Karenar. Allar nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans, www.evakaren.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is