Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2012 08:01

Náði af sér 42 kílóum í átaksverkefni

Sígandi lukka er best segir málshátturinn. Undanfarið ár hafa þau Kristján Jóhannes Pétursson og Anna Dóra Ágústsdóttir í Borgarnesi staðið að merkilegu samstarfsverkefni. Fyrir rúmu ári var Anna í þeim sporum að hefja vinnu við verkefni í einkaþjálfun sem hún tók sem hluta af meistaranámi sínu í heilsuþjálfun við Háskólann í Reykjavík. „Mig langaði að gera verkefni þar sem ég leitaði svara við þeirri spurningu hvernig hægt væri að koma fólki í skipulega hreyfingu, ekki síst fólki sem þarf nauðsynlega á hreyfingu að halda til að bæta heilsufar sitt. Til að gera verkefnið þá þurfti ég á nokkurs konar „tilraunadýri“ að halda,“ segir Anna Dóra og brosir. Fyrir valinu varð Kristján Jóhannes Pétursson, Kiddi Jói eins og hann er jafnan kallaður af samferðarfólki. „Anna Dóra einfaldlega réðist á mig og bauð mér að taka þátt í þessu verkefni. Ég ákvað að slá til en það hefur í langan tíma staðið til að taka hreyfinguna fastari tökum.  

Ég hafði eitthvað byrjað að taka mig taki síðasta sumar t.d. þegar ég var á alheimsmóti skáta í Svíþjóð, en vantaði kannski meira frumkvæði. Því var kærkomið að Anna kom aðvífandi fyrir ári með sitt plan,“ segir Kiddi Jói en hann er m.a. skátaforingi hjá Skátafélagi Borgarness. 

 

Rætt er við þau Kidda Jóa og Önnu Dóru í Skessuhorni vikunnar um aðferðirnar og árangurinn af átakinu, en kílóin sem farin eru telja nú 42.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is