Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2012 09:01

Námskeið um söl, Slowfood og sushi

Síðastliðinn laugardag stóð Ólafsdalsfélagið fyrir námskeiði þar sem fjallað var um Slowfood, söl og sushi. Farið var á ströndina við Salthólmavík á Tjaldanesi og þar var tínt söl. Að því loknu var ferðinni heitið í eldhúsið í Tjarnarlundi þar sem Rúnar Marvinsson sýndi mörg tilbrigði við matreiðslu á sölvum, þara og þangi. Besta hráefnið úr nágrenninu var notað í sushi og má þar nefna grænmeti og krydd úr garðinum í Ólafsdal, silung af Skarðsströnd og söl af ströndinni. Rúnar matreiddi ljúffenga súpu með kryddi, grænmeti, þara og sölvum. Dominigue Plédel, formaður Slowfood Reykjavík, kynnti Slowfood hreyfinguna og síðan var matarins notið í ríkum mæli og yfir borðhaldinu var spjallað og spurt.

 

 

 

 

Um næstu helgi mun Anna Sigríður Gunnarsdóttir halda námskeið um handgerðar sápur og sápugerð. Laugardaginn 1. september mun Sólveig Eiríksdóttir eða Solla í Gló, vinna með lífræna kryddið og grænmetið úr görðunum í Ólafsdal og setja saman ljúffenga rétti. Þá mun verða tveggja daga námskeið um grjót- og torfhleðslur. Leiðbeinandi þess námskeiðs verður Ari Jóhannesson.

 

Nánari upplýsingar má finna á www.olafsdalur.is  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is