Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2012 02:12

Kári og UMFG unnu sína leiki í gær

Heil umferð var spiluð í C-riðli þriðju deildar karla í fótbolta í gærkveldi. Káramenn sóttu Þrótt heim í Vogana og sigruðu 0-4. Það voru þeir Ragnar Már Viktorsson, Viktor Ýmir Elíasson, Aron Örn Sigurðsson og Ragnar Heimir Gunnarsson sem skoruðu mörkin fyrir Kára. Grundfirðingar mættu í Stykkishólm og öttu kappi við Snæfell á Stykkishólmsvelli. Leikurinn endaði 0-13 Grundfirðingum í vil. Heimir Þór Ásgeirsson skoraði "sexu", Ingólfur Örn Kristjánsson skoraði fjögur. Tryggvi Þór Hafsteinsson, Runólfur Jóhann Kristjánsson og Predrag Milosavlijevic skoruðu eitt mark hver. Þegar leikurinn endaði var Snæfell einungis með 9 leikmenn á vellinum eftir að Agli Ólafssyni og Páli Margeiri Sveinssyni hafði verið vikið af velli.

 

 

 

Staðan í riðlinum er nú þannig að Víðir er í efsta sæti með 31 stig, Kári í öðru með 27 stig og UMFG í því þriðja með 24 stig. Á laugardaginn fer síðasta umferð riðilsins fram og þá mun Kári fá Snæfell í heimsókn á Akranes og Grundfirðingar mæta Hvíta riddaranum í Grundarfirði. Víðir er öruggt í úrslitakeppnina og Kári líka nema Kári tapi gegn Snæfelli á laugardaginn, sem væri talsvert gegn gangi sögunnar. UMFG er öruggt með þriðja sætið í riðlinum og mun mæta liðinu sem endar í þriðja sæti í A-riðli um sæti í nýrri þriðju deild sem verður sett á laggirnar næsta sumar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is