Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2012 10:19

Uppskeru & auðlindahátíðin Krækiberið á Vesturlandi

"Krækiberið er þróunarverkefni sem byggir á því að vekja athygli á haustnytjum á Vesturlandi. Hátíðin er samstarfsverkefni eða einskonar uppskeruhátíð þess sem landið gefur ásamt undirbúningi fyrir haustið, með áherslu á nýtingu auðlinda sem felast í berjum, villtum ætisveppum, rabarbara, fíflum, hvönn og því sem náttúran gefur," segir Rósa Björk Halldórsdóttir hjá Markaðsstofu Vesturlands. Stofna fékk styrk til þess að þróa verkefnið frá Menningarráði Vesturlands en markmiðin eru meðal annars að hvetja Íslendinga til þess að heimsækja Vesturlandið utan hefðbundins sumarleyfistíma og skapa samstarfsgrundvöll fyrir allt Vesturland um viðburðinn. Einnig er markmiðið að byggja upp samstarf milli ferðaþjónustunnar og háskóla/ þekkingarsamfélagsins á Vesturlandi og síðast en ekki síst efla umhverfisvitund, fræðslu og vitneskju um reglur er lúta að berjatínslu og haustnytjum.

 

 

 

"Gestum er boðið að njóta samveru, borða góðan mat, sækja viðburði og námskeið, gista og láta fara vel um sig á Veturlandi í haustbyrjun. Aðkoma Markaðsstofunnar er að koma verkefninu af stað, hvetja ferðaþjónustuaðila og landeigendur til dáða, kynna verkefnið innávið og auglýsa útá við. Við vonumst svo til að hátíðin Krækiberið verði fastur liður á Vesturlandi í framtíðinni og vaxi ásmegin þó við förum hægt af stað," segir Rósa.

Framtíðarsýn Markaðsstofunnar er sú að ferðaþjónustuaðilar sjái tækifæri í því að vera með þema á þessum árstíma um sjálfbærni og nýtingu þessara vannýttu auðlinda og búi jafnvel til pakka með mat og gistingu, námskeiðum og / eða uppákomum.

 

Lýsa eftir eigendum berjalands

Markaðsstofan er að vinna í lista yfir svæði þar sem almenningur getur tínt villt ber til eigin nota. Landeigendur á lögbýlum sem vilja leifa almenningi að tína meira en uppí sig mættu koma ábendingum um staði á netfangið vilborg@vesturland.is

 

Á dagskrá Krækibersins í ár verður meðal annars sápugerðarnámskeið á vegum Ólafsdalsfélagsins í Dölunum, sultugerð á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, sveppatínslunámskeið og haustföndurnámskeið á vegum Lbhí. Guðrún Bjarnadóttir verður svo með opið hús í nýja Hespuhúsinu i tilefni af Krækiberinu og sýnir hvernig jurtalitun fer fram og hægt verður að kynna sér fjölbreytta nýtingarmöguleika þarans hjá Rúnari Marvinssyni í Langaholti á Snæfellsnesi. Einnig verður hægt að kynna sér geitaostagerð á Hótel Brú. Í samkomuhúsinu á Arnarstapa verður boðið uppá fjallagrasabrauð og ýmsa berjarétti og drykki ásamt fyrirlestri um tínslu og notkun fjallagrasa.

 

Nánari dagskrá má skoða á www.vesturland.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is