Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2012 11:56

Strætó bs fær samkeppni á nýjum akstursleiðum á landsbyggðinni

Fyrirtækið Sterna / Bílar og fólk ehf. hefur ákveðið að ganga til samstarfs við einstaklinga og fyrirtæki á Vesturlandi og á akstursleiðinni til Akureyrar, sem hafa óskað eftir áframhaldandi þjónustu fyrirtækisins á þessum akstursleiðum. Fyrirtækið hefur því ákveðið að halda áfram hópferðaakstri milli Reykjavíkur og Akureyrar og Reykjavíkur - Stykkishólms þrátt fyrir að Strætó bs mun hefja áætlanaferðir á þessum leiðum 2. september nk. með samningi við samtök sveitarfélaga á vestan- og norðanverðu landinu. Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Sterna / Bílar og fólks segist ætla að láta reyna á lagalega hlið einkaleyfisreksturs. „Sérleyfislögin eru fallin úr gildi og ég lít svo á að þessar einkaleyfisveitingar standist ekki lög. Einkaleyfi haldi ekki milli sveitarfélaga þó þau geri það innan sveitarfélaga. Við ætlum því að láta á það reyna á þessum leiðum, þ.e. til Akureyrar og Stykkishólms frá Reykjavík og til baka. Sambærilegt mál er nú í gangi á akstursleiðinni milli Hafnar og Egilsstaða á Austurlandi þar sem sveitarfélögin kröfðust fyrr í sumar lögbanns á akstur okkar. Við ætlum að láta reyna á að frjáls samkeppni geti ríkt í hópferðaakstri milli svæða á landinu. Það verður semsagt látið reyna á lagalegt gildi einkaleyfisveitingarinnar,“ segir Óskar. 

 

 

 

Hann segir að nú hafi nokkrir einstaklingar og fyrirtæki m.a. á Snæfellsnesi og Akureyri haft samband við sig og óskað eftir áframhaldandi akstri Sterna / Bíla og fólks ehf. með þeim tímasetningum sem hafa verið undanfarin ár á vegum fyrirtækisins. Óskar segir að fyrirtækið hafi verið með sérleyfi á þessum leiðum síðan 2009. „Við höfum engu að síður þjónað svæðinu allt frá 1. janúar 2006, fyrst fyrir Hópferðamiðstöðina, og viljum gjarnan halda áfram þessari þjónusta, að flytja fólk og vörur. Að sjálfsögðu förum við eftir lögum og leikreglum. Þessa dagana erum við í samningaviðræðum við aðila sem ekki geta nýtt sér boðaðar áætlunarferðir Strætó bs.“

 

Að sögn Óskars verða áætlanaferðir Sterna / Bílar og fólks ehf. frá Reykjavík og Akureyri klukkan 8:30 á morgnana líkt og verið hefur síðustu ár. Þá verða morgunferðirnar frá Stykkishólmi klukkan 8:15 til Reykjavíkur og til baka klukkan 17:30 til frá BSÍ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is