Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2012 08:24

Stjörnusigur á Skaganum

Garðbæingar í Stjörnunni unnu verðskuldaðan sigur á ÍA þegar liðin mættust í 16. umferð Pepsídeildarinnar á Akranesvelli í kvöld. Lokatölur urðu 2:1 og voru öll mörkin skoruð í fyrri hálfleik, en þá voru gestirnir mun betra liðið. Þeir skoruðu fyrra mark sitt á 17. mínútu þegar Kennie Chopart fékk að athafna sig óáreittur fyrir framan vítateig Skagamanna og spyrna boltanum í markið. Stjörnumenn bættu síðan við öðru marki sinu á 43. mínútu. Atli Jóhannsson skoraði af stuttu færi, en Atla hafði brugðist bogalistin úr dauðafæri mínútu fyrr. Gegn gangi leiksins náði Garðar Gunnlaugsson að minnka muninn með marki á lokamínútu hálfleiksins og gaf hann sínum mönnum með því  líflínu inn í seinni hálfleikinn, sem var mun líflegri en sá fyrri. Meira að gerast upp við mörkin og markverðirnir þurftu að hafa meira fyrir hlutunum. Þrátt fyrir mun betri leik í seinni hlutanum tókst Skagamönnum ekki að jafna og misstu þeir Stjörnumenn þar með uppfyrir sig á töflunni.

Næsti leikur ÍA í deildinni verður einnig á Akranesvelli, gegn Grindvíkingum  nk. sunnudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is