Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2012 09:55

Afkoma OR neikvæð um tæpan milljarð fyrri hluta ársins

Árshlutauppgjör Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyrri hluta ársins 2012 var kynnt í gær. Samkvæmt því hefur orðið bati í rekstri. Engu að síður er, þrátt fyrir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir á undanförnum árum og mikið aðhald í rekstri OR, afkoma fyrirtækisins eftir afskriftir, vexti og fjármagnsliði neikvæð um 920 milljónir króna á tímabilinu. Rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir, fjármagnsgjöld og reiknaða liði (Ebita) var 8,1 milljarður króna sem er 1,8 milljarði betri afkoma en á sama tímabili 2011. Reiknuð áhrif þessara og annarra óinnleystra fjármagnsliða á heildarafkomuna voru neikvæð um 8,5 milljarða og er heildarniðurstaða rekstrar fyrstu sex mánaða ársins því neikvæð um 0,92 milljarða króna. Vaxtakostnaður fyrirtækisins er enn gríðarlega hár, eða 2,8 milljarðar á sex mánaða tímabili, enda eru skuldir fyrirtækisins 230 milljarðar króna samkvæmt efnahagsreikningi, þar af vaxtaberandi skulir um 200 milljarðar.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðhald á öllum sviðum rekstrar og aukning tekna skýri betri niðurstöðu en árið 2011. Tekjur á tímabilinu jukust um 16% milli ára en gjöldin um 6%. Afkoman er í samræmi við aðgerðaáætlun Orkuveitunnar og eigenda sem eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð.

 

Þróun gengis og álverðs á fyrri helmingi ársins 2012 var fyrirtækinu áfram óhagstæð. Frá júnílokum, sem uppgjörið miðast við, hefur gengisþróun verið hagstæðari en álverð áfram lágt. Þessir tveir þættir eru, ásamt fjármagnskostnaði, helstu óvissuþættir reksturs Orkuveitunnar. Áhrif styrkingar krónunnar frá júnílokum til dagsins í dag og lækkunar álverðs á sama tímabili hefðu samanlagt um átta milljarða króna jákvæð áhrif á rekstrarafkomuna frá uppgjörsdegi, að öðru óbreyttu.

Í fréttatilkynningunni er haft eftir Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitunnar, að uppstokkunin í rekstri Orkuveitunnar hafi nú skilað sér í góðri afkomu eins og að var stefnt. „Traustur rekstur hefur nú gert okkur kleift að semja við lánveitendur um endurröðun gjalddaga og létta þannig greiðslubyrði Orkuveitunnar næstu árin. Nýlegir áhættuvarnarsamningar Orkuveitunnar minnka áhrif þeirra ytri óvissuþátta, sem við höfum ekki stjórn á. Óhagstæð þróun þeirra getur valdið rekstrinum þungu tjóni og fyrir því þurfum við að verja okkur að því marki sem skynsamlegt er.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is