Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2012 02:22

Búið að landa yfir 10 þúsund tonnum af þangi á þessari vertíð

Þangflutningaskipið Grettir kom að landi á Reykhólum með 229 tonn af þangi sl. mánudag. Síðan þangvertíðin hófst í apríl er heildarmagn af þangi þar með komið yfir tíu þúsund tonn. Í júlí var landað rúmlega 3.326 tonnum af þangi, sem var þriðja mesta magn í einum mánuði frá 1996. Grettir hefur landað liðlega fimmtíu sinnum frá því í apríl. Vigtaði mesti einstaki farmurinn 334 tonn. Hagstæð veðurskilyrði eiga mestan þátt í því hversu vel hefur gengið í sumar, enda hafa ekki orðið teljandi tafir í starfsemi verksmiðjunnar vegna hráefnaleysis. Nú eru fimm þangskurðarprammar notaðir við þangslátt, þrír í Mjóafirði og tveir í Skálmarfirði. Sláttusvæðin í sumar hafa verið á Skarðströnd, í landi jarða á Reykjanesi, við Skáleyjar og Hergilsey auk Mjóafjarðar og Múlaness í Skálmarfiði. 

Afurðir seljast jafnóðum

Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar segir að nú þegar langt er liðið á sumar sé þangið orðið hreint af slýi og frjói og það sé því létt í þurrkun. Um söluhorfurnar segir Einar: „Afurðasala Þörungaverksmiðjunnar gengur mjög vel, allt sem við framleiðum er selt jafnóður og ekkert sem bendir til annars en að svo verði áfram.“ Einar segir að evran hafi lækkað nokkuð að undanförnu. „Við fáum sem stendur um 10% lægra verð í krónum talið en á sama tímabili í fyrra. Hins vegar er verð í dollurum óbreytt.“

 

Áætlað er að gera hlé á þangvinnslunni í lok september. Sláttur hefst á ný í október, þá á hrossaþara á svæðum fyrir norðan Skarðsströnd og suðvestur af Reykhólum. Einnig verður sleginn djúpþari vestur af Oddbjarnarskeri á Breiðafirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is