Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2012 06:15

Hamar auglýsir eftir málmiðnaðarmönnum og vélvirkjum til starfa

Vélsmiðjan Hamar tók í vor nýtt og glæsilegt 1300 fermetra vélaverkstæði ásamt 400 fermetra þjónustubyggingu í notkun á Grundartanga. Verkstæðið verður formlega vígt á næstunni. Í Skessuhorni í síðustu viku auglýsti Hamar eftir starfsfólki með fagmenntun og starfsreynslu á sviði málm- og véltækniiðnaður til starfa á Grundartanga. Sigurður Árnason svæðisstjóri Hamars á Grundatanga segir mikil verkefni og vöntun á fagmönnum til starfa. Kári Pálsson forstjóri Hamars sagði í samtali við Skessuhorn að fyrirtækið hafi átt velgengni að fagna frá stofnun 1998 og vegna góðra viðbragða viðskiptavina stöðugt þurft að auglýsa eftir starfsfólki. Sem dæmi hafi Hamar verið í síðasta mánuði valinn þjónustuaðili, birgir ársins, hjá Rio Tinto Alkan í Straumsvík.

 

 

 

 

„Við leggjum líka mikla áherslu á að vera skemmtilegur vinnustaður með góða aðstöðu fyrir okkar starfsfólk,” segir Kári. Í nýja vélaverkstæðinu hjá Hamar á Grundartanga er til að mynda nuddpottur og gufubað meðal þæginda fyrir starfsfólk.

Hamar er með aðalskrifstofu í Kópavogi og auk starfsstöðvar þar og á Grundartanga er fyrirtækið með vélsmiðjur á Akureyri, Þórshöfn og Eskifirði. Á Grundartanga hefur fyrirtækið að stærstum hluta þjónað Elkem en nýja verkstæðið gefur Hamri möguleika að þjóna fleiri fyrirtækjum, að sögn Kára forstjóra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is