Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2012 07:09

Fjórar konur þreyttu boðsund yfir Faxaflóann

Klukkan 18:30 í kvöld komu fjórar sjósundskonur að landi á Akranesi en þær þreyttu í dag boðsund frá Reykjavík. Þær Birna Hrönn Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Valgarðsdóttir, Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir og Sigrún Þuríður Geirsdóttir eru allar vanar sjósundi og hafa meðal annars synt stóra Viðeyjarsundið.  Sund kvennanna tók átta og hálfa klukkustund, en þær lögðu af stað í hið 22 kílómetra sund klukkan 10 í morgun. Bára og undiralda getur verið talsverð á þessari leið fyrir opnu hafi og straumur þegar synt er fyrir minni Hvalfjarðar eins og þeir sem sigldu með Akraborginu forðum minnast glöggt. Skiptust konurnar á að synd einn kílómetra í senn, en komu saman að landi og blésu varla úr nös. „Þegar við nálguðumst Langasandinn á Akranesi héldum við reyndar að það væri múgur og margmenni saman komið til að taka á móti okkur, með lúðrablæstri og köllum. Þegar við komum svo nær kom í ljós að það var fótboltaleikur í gangi og stafaði hávaðinn frá þeim.

Þetta var engu að síður mjög spennandi og margt sem fyrir augu bar á leiðinni,“ sögðu þær stöllur þegar þær höfðu numið land á Langasandi. Á vegi þeirra varð meðal annars stórt flutningaskip, hvalir og makríltorfur. Veður var mjög gott í dag og kjöraðstæður til að þreyta Faxaflóasund.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is